Kom inn veikur, fer út veikur

Ég hafna þeim möguleika að ég sé að fá hálsbólgu í annað sinn í sama mánuði! Sjáum hversu langt ég kemst á afneitun. Þetta er alveg makalaust, aldrei hefur þetta komið fyrir mig áður. Ekki síður er þetta óvanalegt vegna þess að fyrst fékk ég hálsbólgu 1. mars, nú fæ ég hana aftur 31. mars. Ef væri ég táknfræðingurinn Robert Langdon legði ég tvo og tvo saman og kæmist að þeirri röklegu niðurstöðu að þetta sé tákn, annars vegar að veikindi verði upphaf alls og endir í mínu lífi, hinsvegar að frið finni ég aðeins í miðju stríði (Mars er jú stríðsguðinn), svo myndi ég kenna musterisriddurunum og páfastóli um alltsaman og gerast skeptískur á albínóa í svörtum kuflum. Svo myndi ég endurskoða gildi menntunar minnar og jafnvel segja skapara mínum að fá sér vinnu. En ég er ekki Robert Langdon, svo ég sætti mig við að drekka tebolla og (reyna að) fara snemma að sofa.

2 thoughts on “Kom inn veikur, fer út veikur”

  1. Einhvernvegin hef ég engan áhuga á að lesa Dan Brown, nema þá kanski til að geta sagt hreinskilnislega að mér finnist hann lélegur.

  2. Hann er alls ekkert leiðinlegur, þvert á móti er hann drepfyndinn, hann skrifar alltaf sömu bókina aftur og aftur. Sem gerir hann ömurlegan, og það get ég sagt í hreinskilni, hafandi lesið eftir hann eina og hálfa bók (jafnvel sömu bókina einu og hálfu sinni).

Lokað er á athugasemdir.