Fjölmiðlar á fyrsta apríl

Réttmætt er gysið, hefðin kringum þennan dag er fáránleg. Og fyrst fjölmiðlunum finnst ekkert tiltökumál að ljúga að lesendum sínum fyrir ekki merkilegri sakir, guð einn má þá vita hversu reiðubúnir þeir eru að ljúga ef eitthvað raunverulega er í húfi.

Uppfært kl. 00:06
Það sem hér fer eftir er skrifað aðeins örfáum mínútum áður en viðkomandi aðilar játuðu á sig grínið. Þá hafði ég verið sannfærður um sanfærdighed gabbsins í um sex tíma. Í fyrstu grunaði mig að um grín væri að ræða, en vegna þess mér finnst ekki fyndið að grínast með svona þá tók ég smámsaman að trúa á grínið. Mest sannfærandi aprílgabb sem ég man eftir, þótt langsótt væri. Minni þó á það sem ég sagði um fjölmiðla og fyrsta apríl hér fyrir ofan.

Talandi um fjölmiðla, þá brá mér í morgun þegar ég sá þetta. Deila má um Vantrú (pointið, ikke?), en ég er ekki svo viss um að kirkjan hafi úr neinu að moða hérna. Í grófustu yfirlýsingu sem ég hef séð á Vantrú var tiltekinn prestur í einhverjum óháðum söfnuði kallaður geðsjúklingur, í kjölfarið á reiðilestri téðs prests, sem innihélt ýmislegar hótanir og hvadfornoget, undir rós og ekki.

Í sjálfu sér skiptir þetta ekki máli. Það sem skiptir máli er það, og vonandi eru ekki of margir mér ósammála, að umræða er alltaf skárri en engin umræða. Hvort sem menn trúa því að hægt sé að rökræða trúmál eða ekki, verður umræðan þá ekki óhjákvæmilega þess valdandi að fólk geri upp hug sinn, og er það ekki í eðli sínu gott? Umræðan á Vantrú hefur altént opnað mér margar dyr beggja vegna umræðunnar og ég er sannfærður um að ég hafi lært mikið af henni. Flestir sem þekkja til Vantrúar vita þó hvar þeir standa og eru tilbúnir að rökræða afstöðu sína. Það er meira en hægt er að segja um flest annað. Umræðan opnar dyr gagnrýninnar hugsunar. Þeim dyrum hefur nú verið lokað.

6 thoughts on “Fjölmiðlar á fyrsta apríl”

Lokað er á athugasemdir.