Spurningin

Ég er hugsanlega að fara að taka stærstu ákvörðun lífs míns, að flytja eða ekki flytja að heiman. Fjárhagslegt sjálfstæði fyrir félagslegt. Að flestum hliðum málsins könnuðum sé ég að það er eina leiðin. Líklega flyt ég út í haust. Spurning hvert. Öll góð ráð þegin.

En að öðru: Nýi Sigurrósardiskurinn minn er fastur í bílgræjum! Hjálp!

Uppfært kl. 16:58
Ég ræddi málið við mestan ráðgjafa minn. Hann tók vel í áformin. Það þýðir aðeins eitt: Málið er formlega komið á dagskrá. Hýrustu auga renni ég til Norðurmýrar, Þingholta eða Vesturbæjar.

Sigurrósardiskurinn er laus úr prísundinni. Ég stekk tvöfalda hæð mína.

2 thoughts on “Spurningin”

Lokað er á athugasemdir.