Páskar og Brazil

Í nokkur ár andæfði ég páskaeggjasiðnum. Í fyrra tók ég hann aftur upp og nú sit ég heima í rólegheitum að borða eina eggið sem ég fékk (meira en nóg fyrir mig!). Málshátturinn í egginu að þessu sinni var: Hafðu ekki of mörg járn í eldinum. Það þykir mér sérlega viðeigandi miðað við færslu gærdagsins.

Í nótt leigði ég svo mynd af Skjánum, sem er svona mekanismi sem leyfir manni að leigja myndir beint inn í sjónvarpið, og varð meistaraverkið Brazil eftir snillinginn Terry Gilliam fyrir valinu (þótt Kalli og súkkulaðiverksmiðjan hefði verið meira viðeigandi), mynd sem mig hafði lengi langað að sjá aftur. Einfaldasta leiðin til að lýsa Brazil er að skrifræðið hefur aldrei fengið eins stórt kjaftshögg eins og með tilkomu hennar; það er bókstaflega lagt að jöfnu við fasisma. Það er algjör skylda öllu hugsandi fólki að sjá þessa mynd. Nokkrar eftirminnilegar setningar (af óteljandi):

Jack Lint: This is information retrieval not information dispersal.

Arresting Officer: This is your receipt for your husband… and this is my receipt for your receipt.

Sam Lowry: I only know you got the wrong man.
Jack Lint: Information Transit got the wrong man. I got the *right* man. The wrong one was delivered to me as the right man, I accepted him on good faith as the right man. Was I wrong?