28 thoughts on “Keppni”

  1. Skoðun (þína?) á fólkinu sem situr við stjórnvölinn í landinu/borginni og hvernig því takast ekki ætlunarverk sín, samt kýs fólk þetta yfir sig aftur og aftur? Eða kannske eitthvað allt allt annað í allt aðra átt..

  2. Haha, maður má víst ekki kalla sig fræðing í neinu fyrr en eftir masters-gráðu (sem vonandi verður þá eftir svona þrjú ár hjá mér). En mér fannst eitthvað svo fyndið að ímynda mér okfrumu. Ljóðið er mjög flott, en auðvitað það órætt að þetta er bara spurning um túlkunaratriði. Skemmtilegt væri ef einhver myndi hitta naglann á höfuðið.

  3. mjög flott ljóð, það er hægt að túlka það á svo marga vegu… en hérna kemur mín túlkun. =)
    Járnhlið borgarinnar -> hliðið/múrinn sem umlykur og verndar sálina/hjartað
    á botni þurrar tjarnar -> gæti verið að vísa til manneskju sem þarfnast ástar
    stenst öll högg eða er einmanna
    dag eftir dag
    dynja skotin á hliðinu -> ástarskotin
    dropinn
    holar það ekki -> manneskjunni finnst enginn álitlegur/lætur það ekki á sig fá
    samt fellur borgin
    dag hvern -> ..fellur dag hvern fyrir einhverjari sérstakri manneskju
    þegar hliðið opnast -> þegar manneskjan lætur varnir sínar loks niður
    sogar það allt nærliggjandi -> hleypur hún öllum að sér
    inn í sjálft sig
    nema
    sigurvegarann. -> nema sérstöku manneskjunni sem umrædd persóna hefur
    áhuga fyrir.
    ég er ‘hopeless romantic’ =)

  4. Vá … það er ekki laust við að ég skammist mín svolítið núna. Svona magnaðri túlkun bjóst ég hreinlega ekki við og nú er ég ekki viss um að ég vilji ljóstra því upp hvað ég hafði í huga þegar ég orti þetta. Vil frekar að hver eigi sína túlkun.

  5. úps! fyrirgefðu, ætlaði ekki að koma þér í neina kleinu… mér fannst þetta bara svo fallegt ljóð, allavega eins og það kemur mér fyrir sjónir =). en það er algjörlega upp á þig komið hvort þú ljóstrar meiningunni upp… en það er samt skemmtilegra ef þú vildir vera svo vænn 😉

  6. Nei, það er allt í lagi, kannski maður ljóstri þessu upp á endanum … mér finnst samt eins og ég muni skemma eitthvað með því.
    Önnur vísbending: Ljóðið fjallar um hlut sem fæstir hafa aðgang að dagsdaglega.

  7. Ég var að hugsa um hvort þetta væri bikar. Ljóðið býr þá yfir tvíeðli, með vísun í „hinn heilaga bikar“ í Jerúsalem (gæti verið tregakennd lýsing á Jerúsalem fyrr og nú – en þú sagðir samt að enginn pólitískur grunnur væri fyrir hendi) og svo venjulegan sigurvegarabikar. Fæstir hafa aðgagn að honum dagsdaglega, aðgangur er dýrkeyptur og engum dettur í hug að brúka hann. Bikarinn gæti þá einfaldlega verið velgengi og hamingja í lífinu, sem fæstir hafa aðgang að.
    En síðan hef ég verið að velta fyrir mér myndinni „borg“, því það er oft notað sem vísun í manneskju – sbr. „Sorg“ eftir Jóhann Sigurjónsson. Þannig að kannski er Kristína ekki fjarri.
    Nema þá að þetta sé bara einhver hversdagslegur hlutur, og þetta ljóð er svona gátuljóð. Og þegar við föttum þetta þá bara: „ahh, ok þetta var viskí“
    Er ég einhverju nær? Ef ekki, varpaðu fram annarri vísbendingu.

  8. Fjórða vísbending: Þeir sem greiða aðgang sérstaklega í þeim tilgangi að nota rýmið sem hluturinn tilheyrir skilgreina sig innan ákveðins félagsskapar, en fleirum mun þykja hugmyndin um að tilheyra þeim félagsskap aðlaðandi en tilhugsunin um að nota sjálfan hlutinn.

  9. Þakka hólið, en stend á gati varðandi túlkun. Þetta má samt túlka á svo marga vegu, sem væri skemmtilegt að ræða annars staðar en í netheimum.. Vildi ég hefði komist að hlusta í gær, gott það gekk vel! Kem næst, nema ég verði utanlands eða spítalaliggjandi! 🙂

  10. You better! 😉 Sá það ekki fyrr en með þessari keppni að ljóðið væri svona margrætt, og svosem vel hægt að ræða margræðni þess og annarra ljóða við eitthvert gott tækifæri. En viðfangsefni ljóðsins verður vafalaust seinfyrirgefið þegar loks er komið í ljós hvað það er …
    Keppendur mega annars endilega halda sig við symbólískar túlkanir á ljóðinu, ég hef gaman af að lesa þær. Fimmta vísbending leiðir ykkur hinsvegar í allan sannleik um að hluturinn henti eðlis síns vegna illa til symbólistískrar myndhverfingar. Greina má um hvort hluturinn sé yfirhöfuð hentugur til myndhverfingar, hvorum megin hennar sem hann er.
    Félagsskapurinn sem getið var í fjórðu vísbendingu byggir á vissri kynlífsreynslu.

  11. Okey, ef þetta á að vera eitthvað über einfalt.
    Er þetta einhverskonar fjárhættuspilakassi?
    Stenst öll högg frá spilurum.
    En fellur samt dag hvern. Borgin er þá kannski einhverjar myndir eða í þá veru, sem fellur niður, rúllar.
    Hliðið opnast og hrifsar alla peningana. Nema peninga þeirra sem vinna.
    Úff, mér finnst þetta samt eitthvað svo stupid að fara svona grunnt í þetta.
    Þetta gæti líka kannski bara fjallað um spilavíti, já eða Las Vegas.

  12. Ef ég hundsa allar vísbendingarnar finnst mér að ljóðið sé að vísa í sjálft sig. Enginn kemur með rétta svarið en samt fellur það á hverjum degi, einmitt vegna þess að enginn getur ráðið það og því nær það ekki að uppfylla tilgang sinn -að vera ráðið.
    En þegar þú minnist á kynlífsfélagið, þá dettur mér bara í hug Mile High Club.

Lokað er á athugasemdir.