Tirna 2006

Í minningabókinni Tirnu 2006 birtust af mér tvær hrikalegar myndir úr ’85 partíi 2005. Fyrst þær eru komnar á bók er óhjákvæmilegt að þær verði notaðar gegn mér síðar. Því getur varla miklu munað þótt þær birtist hér líka.

Mynd númer eitt: Nei, ég veit ekki alveg nákvæmlega hvað ég er að gera á þessari mynd. Það skelfir mig ögn. Ég treysti þó á að pósan hafi verið fullkomlega rökrétt miðað við aðstæður. Í það minnsta er engin heimild til um annað.

Mynd númer tvö: Við fyrstu sýn virðist heilbrigð skynsemi hafa tekið fallsæti fyrir hunangssætum veigum Dyonísosar. Það þarf þó ekki að vera rétt. Sé stellingin skoðuð útfrá fimri sveiflunni, viðkvæmri tjáningu bakhandar og karlmannlegum hörkusvip mínum sést gjörla að ég er að skylmast fyrir heiðri mínum við mann, sem móðgaði sómakennd mína og ataði mannorð mitt aur. Slíkum móðgunum taka heiðursmenn sem ég vitaskuld ekki óvarið á móti. Hafði ég sigur.

Næsta mynd birtist aftur á móti ekki í Tirnunni. Fyrir henni hef ég enga réttlætingu. Ég er ekki einu sinni viss um að ég vilji vita hvað í ísköpunum gekk á þegar hún var tekin. Ég er hreint ekki viss. Eina sem ég get sagt er guðminngóður.

6 thoughts on “Tirna 2006”

  1. Híhí, þetta eru svo sveittar myndir 🙂
    Hér er svo önnur skemmtileg, frá Spáni. Brennivínsdansinn.
    Þetta er samt sveittasta mynd í heimi, frá Marokkó. Það sést raunar ekki nógu vel á henni hversu sveittur ég var. Svo sveittur var ég að ég skammaðist mín fyrir að snerta teppi sem ég hafði enn ekki greitt fyrir.

Lokað er á athugasemdir.