Hér má finna stutta umfjöllun um upplestrarkvöld gærkvöldsins. Ég verð þó að vera ósammála Hauki Ingvarssyni um viðfangsefni okkar Kára og Emils, það var aðeins einn okkar sem fjallaði um upphaf heimsins, tilurð mannsins og fall hans. Ef til vill hefði ég betur sleppt því að segja orð um það. Það gerði hvort eð er ekkert fyrir upplesturinn að lýsa því hvernig bókin verður.
4 thoughts on “Umfjöllun Víðsjár”
Lokað er á athugasemdir.
Gaurinn er bara að babbla. Ómerkilegt dægursnakk.
Heyrðu, þér tókst að nota forskeytið dægur í sömu gömlu niðrandi merkingunni og það eitt sinn hafði. Þannig ég skildi. Hvaðan hefurðu þetta?
Það er svona að vera alinn upp af íslenskufræðingum: maður mælir á framandi tungu 😉
Og tungan aftur framandgerir sjálfan þig. Ekki vissi ég að foreldrar þínir væru íslenskufræðingar.