Dimissio

Jesús minn almáttugur hvað ég hef verið skrautlegur í gær. Skilst ég hafi gert mikla lukku þegar faðir minn dró mig á sneplunum gegnum IKEA til að kaupa eitthvað. Minnist þess ekki að hafa tekið rútuna til Hveragerðis, veit samt að hvernig sem við fórum að því vorum við Bjössi samferða niður í skóla til að ná henni. Þá drakk ég heil ógrynni af hvítvíni með rósablöðum útí. Það má því segja að ég hafi vaknað með rósir í maganum í morgun. Ótrúlega skemmtilegur dagur og kvöldið enn betra, minningarnar enn dálítið ruglingslegar, en það kemur sjálfsagt á endanum. Áreiðanlega gerði ég einhverja skandala.

9 thoughts on “Dimissio”

  1. Skrautlegur varstu nú Arngrímur minn, en það voru líka fleiri. Og þú fékkst mig til að borða rósablað! Ég lifði í þeirri trú að það væri jarðaber lengi vel og þess vegna lét ég tilleiðast. Einkennilegt…

  2. Það er hjartastyrkjandi og bætir meltinguna. Held það sé langt síðan ég hef skemmt mér eins vel. Var kannski ekki alveg í besta ástandinu til að dansa samt 😉

  3. Ég man vel eftir gærdeginum og hugsa að ég geti svarað flestum þínum spurningum og komið brotunum saman…bara þegar við hittumst næst.
    …og þú lést mig einnig drekka úr þessu rósablaðaglasi þínu, nema að það var rauðvín, ekki hvítvín… 🙂

  4. Arngrímur ég var örugglega svipað ruglaður og þú, var alveg útúr kortinu, við eigum þetta saman.

Lokað er á athugasemdir.