Blíðskaparveður

Það er blíðskaparveður. Skrapp aðeins upp í skóla að fá lánaða bók og langaði varla heim aftur. Núna vildi ég geta setið við tjörnina og kastað brauðmylsnu fyrir endurnar (orðið dálítið langt síðan síðast), en ég þarf að vinna. Síðasta vinnuhelgin. Ó, hví kom hún ei fyrr?