Afleiðingar næðisleysis

Ég er að missa vitið. Er með ólæknandi höfuðverk. Er langt á eftir með lesturinn. Svitna óstjórnlega í lófum. Finn ekki stellinguna. Á um 150 blaðsíður eftir. Próf klukkan átta í fyrramálið. Stefni á all-nighter. Greinilega er til þess ætlast að ég lifi eins og vampíra fyrst ég fæ ekki næði á daginn. Djöfull verð ég eiturhress á morgun. Jafnvel hálfógeðslegur á að líta. Maður er alltaf hálfógeðslegur eftir margfaldan banvænan skammt af kaffi, sígarettum, prófalestri og vöku. Hlakka til að láta sjá mig þannig á almannafæri.

6 thoughts on "Afleiðingar næðisleysis"

 1. Avatar Hjördís skrifar:

  án allrar afskiptasemi… má ég þá forvitnast um hvaða próf þú ferð í í fyrramálið? Skv minni gerð af próftöflu er félagsfræðabrautin nú í hálfgerðu fríi út vikuna meðan við hin berjumst við heimspeki, eðlisfræði og annan óþverra…

 2. Ég fer í sjálft próf andskotans: Landafræði. Ég tók nefnilega ekki fyrsta árið. Og eftir því sem menntaelfinni hefir svo smám saman verið veitt upp á skrælnaðar eyðimerkur hugarlendanna, mér til mikillar andlegrar forfrömunar, hafa botnleðjudreggjar og drukknaðir ómagar námsskrárinnar smátt og smátt komið í ljós. Með öðrum orðum er þetta fag í upptöku.

 3. Avatar Hjördís skrifar:

  Guð minn góður, það er aldeilis skemmtilegt! Jæja gangi þér nú vonandi vel í þessu busafagi! Ég verð í grenndinni, líklega í slagsmálum við einhvern eftirfarandi: Sókrates, Platón, Aristóteles, Nietzsche eða Clarence Glad…

 4. Ah, hve ég öfunda þig. Fag að mínu skapi! Væri svo raunar alveg til í að sjá þig slást við dr. Glad, áreiðanlega hefðirðu hann undir. Þyrftir þó að gæta að leynivopninu, hans eigin sérstaka samblandi af RÚV-rödd og sírenusöng. Válegt er og í vök að verjast svo fagurtónuðu barítónvopni. En ef í harðbakkann slær hef ég fullt traust á þér.

 5. Avatar Hjördís skrifar:

  Þakka þér fyrir það.. 🙂 ekki kom til slagsmála en það gæti orðið síðar vegna þessa hræðilega erfiða prófs. En þó hann hafi röddina þá er einn veikleiki henni tengdur, en það er nefnilega hláturinn. Þar hitti ég á veikn punkt…

 6. Gamli góði Medúsuspegillinn 😉

Lokað er á athugasemdir.