Hummer

Ég vil benda á þessa mynd, sem ég fann hér. Þetta er ekki einstakt dæmi. Á fimmtudaginn héldu Ung vinstri-græn tónleika í Iðnó. Þá var þessari sömu bifreið lagt ólöglega upp á gangstétt þar utanvið. Myndir voru teknar en ég veit ekki hvar má nálgast þær.

Langar að lokum að benda á úttekt Páls Hilmarssonar á sömu bifreið.

Ætli stefna Framsóknarflokksins í þessu máli sem öðrum sé ekki að slæm umfjöllun sé betri en engin. Það myndi útskýra lítið fylgi við hann. Hinsvegar útskýrir það ekki hvaðan flokkurinn fær fjármagn til auglýsinga.

5 thoughts on "Hummer"

 1. Lárus Gauti skrifar:

  Djöfullsins skandall! Þetta væri fínt í DV!

 2. Nema nú er DV hætt slíkum fréttaflutningi.

 3. Lárus Gauti skrifar:

  Já það er reyndar til hins betra, en þetta hefði verið í lagi og helvíti fyndið „Framsóknarmenn leggja í fatlaðarstæði“. „öryrkjar brjálaðir“. „Björn Ingi hættur í stjórnmálum og fluttur til Kólumbíu“

 4. Ugla skrifar:

  Væri ekki nær að birta mynd af ákveðnu atriði á þessu stórgóða rokkkvöldi Ungra Vinstri grænna? Þessi er svo niðurdrepandi.

 5. Ég á engar myndir af hinu stórgóða rokkkvöldi Ungra vinstri-grænna. Auk þess reyni ég að stunda ekki prómóteringar.

Lokað er á athugasemdir.