Vitur eftirá

Ég trúi því ekki að ég hafi hafnað ókeypis miða frá bróður mínum á Echo & The Bunnymen, Oasis o.fl. svo ég gæti lesið þann hræðilega reyfara Kein Schnaps für Tamara eftir Hansjörg Martin. Greinilega geng ég ekki heill til skógar.

11 thoughts on "Vitur eftirá"

 1. Við nánari eftirgrennslan virðast Oasis ekki hafa verið á svæðinu.

 2. Avatar Emil skrifar:

  Oasis er nefnilega drullbjóður.

 3. Avatar Sverrir skrifar:

  „Brinks stand vorne und hielt eine Rede mit lauter Stimme“.
  Eitthvað man maður frá menntaskólaárunum.

 4. Avatar Daníel skrifar:

  Af hverju gafstu mér ekki miðann?????? Mig langaði svo að sjá Badly Drawn Boy …..helvedes…
  En hefðu Oasis verið þarna …..namminamm
  Supergrass 4.júní !!!!
  later

 5. Hvers vegna ætli svo mörgum sé þessi tiltekna setning svona minnisstæð? Er það skólabókardæmið um þátíðarbeygingu sterkra sagna, eða er það dulmagn prósans?

 6. Avatar Skarpi skrifar:

  Djöfulan að ég hafi verið eini maðurinn sem borgaði mig þarna inn! Allir sem ég hitti þarna höfðu fengið sinn á einhvern yfirnáttúrulegan fríhátt nema ég! Uss.
  Echo voru sérlega góðir, allir sem á annað borð hafa hrifist af þeim hefðu verið með bros á vör.

 7. Hafði heyrt þetta með frífarana. Hef annars ekki gerst svo frægur að hlusta á Echo ennþá, en góðir menn flytja þeim lofgjörð í mín eyru svo áreiðanlega hljóta þeir að verðskulda að minnsta kosti helming þess sem sagt er. Sem þýðir að einn þessara daga muni ég loksins láta verða af því að sækja mér lög eftir þá. Einhver sérstök sem hægt er að mæla með?

 8. Avatar Skarpi skrifar:

  Ég skal nefna fjegur lög þér að finna: The Cutter og Back Of Love af Porcupine plötunni; Killing Moon og Seven Seas af Ocean Rain plötunni. Þetta eru hitterar, vænleg til vinsælda, smitberar sem ég kalla. Geri þó ráð fyrir að aðrir hafi enn önnur ráð.
  Njóttu heill.

 9. Avatar Lárus Gauti skrifar:

  Keyptu Ocean Rain með Echo, þá ertu seif!!

 10. Ókei, takk fyrir það! Ég skoða þetta.

Lokað er á athugasemdir.