Menningin sefur ei

Í nótt átti ég erfitt um vik að sofna vegna ýmissra áleitinna umhugsunarefna er að mér sóttu. Um þrjúleytið virtist ég ekki geta náð vissu klassísku tónverki sem ég kom ekki fyrir mig úr höfðinu. Fyrir því settist ég inn í eldhús og fékk mér Rice Krispies, því á nóttunni nennir maður aldrei að fá sér neitt almennilegt. Þá varð ég þess var að tónlistin kom að ofan, það var nágranninn sem þannig dreifði menningunni um allt húsið. Menningin lét hátt í græjunum og mér leið afar notalega sem ég sat þarna í klassískt ómandi gegnumstreymi vitundarinnar og muldi Rice Krispies milli tannanna. Varð mér þá ljóst að menningin starfar á afstæðu tímabelti.

2 thoughts on "Menningin sefur ei"

  1. Avatar Ásgeir skrifar:

    hmm… góð stemmning, hljóðbæra húsið kanski ekki alslæmt alltaf.

  2. Nei, einmitt. Vona að þetta endurtaki sig sem oftast.

Lokað er á athugasemdir.