Tvær gamlar konur

Ég rak augun í bók uppi í hillu hjá mömmu, „Tvær gamlar konur“ eftir Velmu Wallis. Ég ætla að gera ráð fyrir að þetta sé frábær bók og lesa hana. Við tækifæri, að sjálfsögðu. Hvernig ætti ég að geta lesið bókina án þess að hafa tækifæri til þess að lesa hana?

Annars er ég hættur að gera ráð fyrir að próflokin verði líkust villtri rokkokóveislu í skógarlundi, með dansandi satýrum og nöktum madonnum í rósarólum, ungum mönnum í kakílitum kjólfötum með pípuhatta í villtri sveiflu við lagið Olsen Olsen (9,3 mb. erlent), allir grillaðir af absynthe og ópíum. Ég er hættur því einfaldlega vegna þess að meðan téð veisla fer fram verð ég enn ekki búinn í prófum. Ég kem að auðum lundinum daginn eftir.

4 thoughts on “Tvær gamlar konur”

  1. Kostir og gallar.. ef sjúkraprófið er á mánudag geturu tekið þátt í lokadjamminu, ef það er á föstudag er styttra í alvöru lokadjamm og engin próf á júróvisjón. Gangi þér amk vel, þetta nálgast allt og bráðum fáum við jafnvel hvíta hatta ef lukkan lofar! 🙂

  2. Það verður á föstudag, tvítugsafmæli Danna bekkjarbróður þá um kvöldið. Samt ekki það sama. Vona bara að haldið verði alvöru lokahóf alls árgangs að fengnum húfum (sem ég ætla rétt að vona að við fáum!).
    Þakkir fyrir hvatninguna og sömuleiðis, ekki veitir af þegar maður er ekki meira dugandi en raun ber vitni – á erfitt með að pína mig í bækurnar. En þetta hefst allt á endanum, það er ég viss um 🙂

  3. 15 ár af æfi minni farin… fyrir hvað? Hvíta húfu sem rykfellur uppi á bóka- og handahófskennda draslskápnum mínum. Eina sem þessi húfa getur svo gert er að það er hægt að breyta henni í svarta húfu að ári loknu… Ég veit um margt tæknilegra sem ég hefði getað reddað á innan við korteri. 😛

  4. Fín húfa. Á Akureyri tíðkast það að nýir sem eldri stúdentar trítla um með húfurnar á sautjánda júní, daginn sem MA útskrifar. Það kallast víst að fá meira fyrir peninginn, ef maður á annað borð hefur áhuga á slíkum hefðum.

Lokað er á athugasemdir.