Enn skil ég ekki hvað vakti fyrir mér þegar ég stakk alla vini mína af í gærkvöldi og fór einn á Kaffibrennsluna. Fór ég til að hitta einhvern, og hvern þá? Hitti allavega Hildi Lilliendahl og Eirík Örn Norðdahl fyrir tilviljun og gerði mig heimakominn á borðinu þeirra. Þá gaf ég mig á tal við Eirík, drakk einn bjór og stakk svo aftur af án þess að hitta hvern þann sem ég greinilega vonaðist eftir að hitta þarna. Afar dularfullt. En ég hitti þó mann sem mig hafði lengi langað að hitta svo ekki var farið til einskis.
4 thoughts on “Ráðgáta gærkvöldsins”
Lokað er á athugasemdir.
Þú hefur kanski farið að leita að tilviljunum
Svo ævintýragjarn er ég nú ekki.
Eða farið að leita af fólki með ættarnöfn sem enda á dahl!
Alveg áreiðanlega.