Frétt í Hér&Nú: Pípari á Porsche! „Mig bara langaði í hann.“
Kringlusafn í fyrramálið, fyrsti vinnudagur. Ég mæti í bættum tveedjakka með lonníettur. Hver veit svo hvaða ævintýri munu eiga sér stað á Kringlusafni í sumar? Margt býr á bókasöfnum. Forrannsókn fer fram á næsta fulla tungli. Þá verður horft á kvikmyndina The Librarian: Quest for the Spear. Tagline myndarinnar: „He didn’t want to be a hero. He only wanted a job.“ Það eigum við sammerkt. Áreiðanlega læri ég margt af henni.
Fyrsta útlitsþema Bloggsins um veginn, eftir flutningana yfir á Kaninkuna, hugði ég að eilífu glatað þegar Palli skipti yfir í WordPress. Ég var afar hrifinn af því á sínum tíma, en nú þegar ég hef endurheimt það er ég ekki svo viss. Ég ætla nú samt að leyfa því að standa hér yfir nótt. Lesendur geta þá sagt skoðun sína á hvort útlitið þeim þyki betra.
Mér finnst þetta fallegt útlit. Ég var að vísu byrjaður að venjast rauða litnum.
Aðalatriðið er að texti fái að hvíla á hvítum bakgrunni og að meginmálið sé einungis vinstri jafnað. Þannig er auðveldast að lesa skjátexta að mínu viti.
Ef þú ert í vafa með útlitið veistu vonandi að meira en 3000 tilbúin sniðmát eru til fyrir WordPress-kerfið. Sum þeirra eru stórglæsileg.
Jú, ég vissi af því. Ég er hinsvegar vandfýsinn leiðindapési, svo það eru aðeins örfá þeirra sem heilla sérstaklega 🙂
Annars held ég að ég haldi mig við rauðu síðuna.