Togstreita

Mér finnst ég finna fyrir ótvíræðri togstreitu hvert sem ég fer, milli líðandi stundar og löngu liðinna. Eins og lífið í dag sé á einhvern hátt óviðunandi. Eins og besta skeiðið sé þegar liðið, það eina sem sé eftir sé að reyna að endurupplifa það með öllum tiltækum ráðum. Kannski er það bara ég. En ég veit að það verður ekki haldið áfram nema með því að sleppa. Þannig finnst mér það koma niður á mér ef stemningin alstaðar kringum mig meinar mér það.