Þá er komið að því

Endurfundir 2000 árgangsins úr Laugalækjarskóla í kvöld. Ég hef verið fenginn til að lesa upp ljóð þar, svo ég valdi þau miðað við tilefni. Leiðinlegt að þetta er ekki alvöru reunion þar sem kennurunum er boðið. En ég er farinn að hlakka dálítið til að hitta suma, hlakka ekkert til að hitta aðra. Annars er varla hægt að segja að árgangurinn sé neitt sérlega dreifður. Maður getur varla stigið niður fæti án þess að rekast á þetta fólk. Hitti t.d. fyrrum skólasystur á Café Kúltúra í gærkvöldi. Svo býr stór hluti ennþá í hverfinu.

Loforð til sjálfs mín fyrir kvöldið: Ekki verða of fullur. Semsagt ekki eins og í gær.