HH og Þjóðsögur

Fann Inngang að tónfræði eftir Hallgrím Helgason við uppröðun á safninu í morgun. Var smástund að átta mig gegnum syfjuna að ekki myndi þetta vera sjálfur Rex spiriti temporae. Seisei.

Eignaðist í gær Gráskinnu hina meiri, bæði bindi, skrifaða af hinum mestu meisturum Íslandssögunnar, þeim Sigurði Nordal og Þórbergi Þórðarsyni, en Kári keypti hana fyrir mig á Akureyri um helgina. Þá á ég dálítinn slatta af þjóðsögum, því fyrir utan þessar og sögur Jóns Árnasonar á ég tvær bækur aðrar sem báðar eru annað bindið af tveimur í nýlegri þjóðsagnasöfnum. Þær eru raunar ekkert voðalega merkilegar, en samt.

Annars ætluðum við Brynjar alltaf að prófa að safna þjóðsögum. Hvað varð um þau áform?

6 thoughts on "HH og Þjóðsögur"

 1. Óli Gneisti skrifar:

  Af hverju ertu að fara í íslensku þegar þú hefur þennan þjóðfræðiáhuga? Getur lært að safna þjóðsögum.

 2. Arngrímur skrifar:

  Vegna þess að ég hef þrátt fyrir allt meiri áhuga á íslenskum bókmenntum og málfræði. Auk þess getur þjóðfræði að vissu leyti heyrt undir íslensk fræði, sbr. þjóðsagnasöfnun, svo mér ætti ekki að vera neitt að vanbúnaði þótt ég fari í íslensku.

 3. Björn skrifar:

  Þú varst flottur á bókasafninu í dag, synd að mér tókst ekki að blaða einni kveðju á þig sökum vinnutengdra ástæðna.

 4. Hva, hvenær komstu? Var ég svona upptekinn?

 5. Björn skrifar:

  Ég kom um 2leytið, þú varst á kafi í afgreiðslunni.

 6. Óli Gneisti skrifar:

  Þú átt allavega eftir að taka kúrsa í þjóðfræðinni, munnlega hefð og þjóðsagnafræði.

Lokað er á athugasemdir.