Að sex vikum liðnum

Það er útlit fyrir að ég muni skipta um dvalarstað í lok júlí. Þá verða rétt sextán ár liðin síðan ég flutti í Laugarneshverfið. Í fljótu bragði stefni ég ekki á að flytja þangað aftur, enda þótt hverfið sé rótgróinn hluti af sjálfsmynd minni. Sumt skilur maður einfaldlega eftir. Annað getur maður rifjað upp ef mann fýsir. Hverfið hefur líka tekið róttækum breytingum á öllum þessum árum og ég þekki það ekki fyrir sama. Skil ekki hver sjarminn á að vera núorðið. Varðandi nýtt heimilisfang þá er enn of snemmt að flagga því. En gerum samt ráð fyrir að lífið verði betra þar en hér.

4 thoughts on "Að sex vikum liðnum"

  1. Þórdís skrifar:

    Sem fyrrverandi íbúi allra sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu og hinna ýmsu hverfa í Vestur- og Austurbæ Reykjavíkur mæli ég með Norðurmýri.

  2. Mig langar mjög mikið þangað, en ég hef víst ekki valkost þar sem ég fylgi leigjanda sem viðhengi. Íbúðin er fundin og hún er í Vesturbænum.

  3. Björn skrifar:

    Svo verður auðvitað heimboð og boðið upp á fínasta Dalmore, geri ég ráð fyrir.

Lokað er á athugasemdir.