Alræðissafnið

Ég er alveg hlynntur því að taka upp svona risastór, ríkisfasísk, mónótónísk skilti hér á safninu: „Strikamerki snúi upp“, „Skil eru dyggð“, „Sektarlaus bók er GÓÐ bók“, „Sekt er dauði“, „Frelsi er þekking“ o.s.frv. Jafnvel mætti skapa goðsögn um eins konar Stachanov bókasafnanna, sem aldrei tekur minna en hámarksfjölda bóka, les þær allar samdægurs og skilar daginn eftir.

Því miður eyðileggur mambótónlistin sem gellur ofan af Stjörnutorgi alla slíka stemningu.

2 thoughts on "Alræðissafnið"

  1. Óli Gneisti skrifar:

    „Jafnvel mætti skapa goðsögn um eins konar Stachanov bókasafnanna, sem aldrei tekur minna en hámarksfjölda bóka, les þær allar samdægurs og skilar daginn eftir.“
    Ja, einn gestur á Bókhlöðunni komst mjög nálægt því að vera svona.

  2. Það er magnað … en hvernig veit ég nema þú sért hreinlega að skapa slíka goðsögu hér og nú?
    Fyrirmyndarlánþeginn, Gizur Pjeturr Ófeigsson, læsi Breiðhyltingurinn. Um hann þarf að skrifa bækur og birta myndir, svo fólk „viti“ að hann er raunverulegur.

Lokað er á athugasemdir.