Eitt enn fyrir svefninn

Einhver fann með Google færslu frá júní 2004 af gamla blogginu mínu, með leitarorðunum „fuck me lika hore“.

Það sem vísaði manneskjunni þangað er eftirfarandi textabrot úr Ave Mariu Schuberts: „O Mutter, höre Kindes Flehen, O Jungfrau, eine Jungfrau ruft! Ave Maria!“

Alveg er ég gapandi bit.