Staðreyndir um mig

Staðreynd 1: Ég tek sjaldnast mark á síðasta söludegi, aðeins því hvort maturinn sé sjáanlega skemmdur eða ekki. Þetta á sérstaklega við um brauð. Dæmið snýst svo við þegar ég matbý fyrir fleiri en sjálfan mig, sem gerist afar sjaldan.

Staðreynd 2: Mér finnst ógeðslegt að það sé mynd af Vetrúvíusarmanni Da Vinci falin í bréfinu undan kjötáleggi frá Goða. Myndin kemur í ljós þegar bréfið er hálfnað. Er þetta það sem ég var að borða? Hvers vegna í andsk. er mynd af nöktum gaur í gullinsniði undir spægipylsunni minni? Falin skilaboð? Orðaleikur? Ég er ekki einu sinni viss um hvort ég vilji vita það. En væntanlega verra ef kjötið er komið fram yfir síðasta söludag.