Ekkert líf

Þessa dagana er lífið skemmtilegra í vinnunni en utan hennar. Það getur ekki með nokkru móti talist eðlilegt. Hinsvegar er svosum ekki hægt að halda því fram að ég eigi mér líf utan vinnunnar. Og tíminn líður hratt. Kannski vegna þess að ég sef nú meira en ég á vana til. Og bloggið ber keim af því. Ég er nær hættur að fara á netið utan vinnu, enda þótt ekki sé til þess ætlast að ég hangi á netinu heilu og hálfu dagana. Ég kannski hætti þessu og reyni að blogga frekar þegar ég hef frá einhverju að segja.

4 thoughts on "Ekkert líf"

  1. Ásgeir skrifar:

    Þar sem það er ekki mikið líf í að sitja á bókasafni, má þá kanski segja að þú sért bara dauður?

  2. Úff, áleitin spurning. Sjálfsmyndar minnar vegna verð ég þó að segja nei.

  3. Nína skrifar:

    Hvaða vitleysa er það eiginlega? Annars finnst mér að þú mættir taka með þér myndavél í vinnuna og gefa okkur sjónrænt innlit í líf þitt… Eða þú gætir farið úr að ofan og tekið af þér myspace myndir. Töhöff. Sjáumst krókódíll…

  4. Spurning hvað þær segðu á safninu ef ég færi að taka myndir þar inni. Held jafnvel það brjóti gegn nafnleyndarskuldbingingu bókavarða …
    Annars er myndavélin mín í ólagi. Þetta minnir mig á að ég þarf að laga hana.

Lokað er á athugasemdir.