Á laugardagskvöldi

Einmana kvöld í vesturbænum, svalir sem vísa út í sívalan bakgarð skýldum af röðum húsa, sem hverju virðist hafa verið hróflað upp án tillits til þess sem var fyrir. Sígarettureykurinn liðast sundur í vindinum, sem ber til mín harmi brostna saxófóntóna að sunnan, leikna af einum íbúanna út um þakglugga í grenndinni. Áreiðanlega saknar hann einhvers.
Skammur tími uns rauðvínsflaskan verður opnuð, Chile í bland við reykvíska kvöldstemningu. Það er laugardagskvöld á hjara veraldar, en enginn er í bænum.