Ógeðslegt veður, þá er ágætt að eiga marokkóskt te. Já, loksins fékk ég teið sem ég hef þrábeðið um síðan ég fékk það í landinu sjálfu. Á bara enn eftir að finna réttu leiðina til að laga það. Það er nefnilega alls ekki sama hvernig það er gert. Og sykur, það verður að vera sykur.
Svo tók ég Bogart niðri á Aðalsafni áðan, The Big Sleep og High Sierra. Á þær horfi ég í kvöld. Svo skal því vitaskuld ekki gleymt að ég keypti mér um daginn The Desperate Hours. Það gera tólf Bogartmyndir sem ég hef séð í heildina, þrettán með High Sierra. Big Sleep horfi ég á aftur núna til að endurvega bógartafjölda veitta. En Desperate Hours fær þrjá bógarta, fyrir að vera ekki alveg nógu góð, en vel leikin og sniðug á köflum:
Ég mæli með því að þú sjáir hina á gætu mynd A Prairie Home Companion. Þykist vita að þú kynnir að meta hana.
Þá er aldrei að vita nema einn daginn maður láti sig hafa það að horfa á eitthvað annað en Bogart.
Mæli með hverri mynd sem ég hef gefið einkunn á þessum síðum. Þó ekki nema væri vegna þess að Bogart er í þeim.
Sá svo raunar eina með Cary Grant um daginn. Er ekki frá því að Hanna-Barbera karakterinn Top Cat sé módeleraður eftir honum.