Fór veikur heim úr vinnunni í dag, eftir að hafa hlaupið með nýmótteknar bækur í fanginu inn á klósett að kasta upp. Sök sér svosum, en vanlíðanin var viðvarandi svo líklega hefði ég gert minna gagn en ógagn hefði ég hangið lengur.
Að sjálfsögðu lenti ég á sindsyg sumarafleysingabílstjóra. Þá vill oft myndast sérstakur samhugur meður förar og farþegum; bílstjórinn virðist ekkert þrá heitar en að losa af sér farþegana á mettíma, og farþegarnir eiga sömuleiðis enga ósk heitari en að losna sem fyrst, helst á lífi.
En það þyrfti að kenna þessum sumarafleysingapjökkum að viðbragðstími strætisvagns er annar en á Imprezu, sömuleiðis að munur er á jafnsléttu og hraðahindrun; beinum vegi og beygju. Ennfremur að til er nokkuð sem heitir h-á-m-a-r-k-s-h-r-a-ð-i.
Sæll Arngrímur. Leðilegt að þú vast veikur . Láttu þér batna flótt vinur minn. Kv Auðun
Þakka þér.