Kennslukona kvödd

Heyrst hefur að Guðrún Sigurðardóttir, enskukennari við MS, sé látin eftir áralanga baráttu við krabbamein. Ég kunni afskaplega vel við Guðrúnu og við spjölluðum oft dágóða stund ef við mættumst á götu, lengur og innilegar með hverju skipti. Raunar er aðeins örstutt síðan ég hitti hana síðast, í lok apríl eða byrjun maí. Hún leit betur út en ég hafði séð hana lengi og þess vegna komu tíðindin dálítið flatt upp á mig. Get aðeins vonað hennar vegna að það hafi verið friðsælt.

3 thoughts on “Kennslukona kvödd”

  1. Blessud se minning gomlu godu Gufunnar.
    Eg man alltaf tegar tu maettir i tima hja henni og vid reyndum ad telja henni tru um tad ad tu vaerir tessi fraegi Larus. haha…godir timar.

  2. Já, fyrst hálfu ári eftir að hann hætti í skólanum!
    Enn fyndnara ef hann sjálfur hefði verið á ferðinni, hún hefði ekki trúað honum neitt frekar en mér til að vera þessi Lárus.

  3. Sjálfur var ég bara að frétta þetta með því að lesa bloggið hérna. Sorglegt að heyra og ég vona að greyið konan hvíli í friði.

Lokað er á athugasemdir.