Á eyrinni

Sit með Alla inni á kaffihúsinu Langa Manga á Ísafirði. Ferðin hingað hefur fráleitt verið klakklaust ævintýri. Ef ekki væri fyrir hjálpsemi ókunnugs snillings í Þorskafirði er óvíst hvar við værum staddir í dag (í engu er þessi mynd ýkt, hún er tekin á vestfjörðum).

Annað sem vert er að minnast á er að ferðin er álíka undirbúin og flugslys, svo mikil ævintýri eiga enn eftir að gerast. Þannig viljum við hafa það. Frjálsir sem fuglinn, engin vegaáætlun. Takmörkuð í besta falli.

En ferðasagan er eigi öll fyrr en að dálitlum tíma liðnum. Kemur út í þremur bindum ef svo fer fram sem farið hefur hingað til. Lifum við af bakaleiðina af Kjálkanum? Hvað gerist á Siglufirði? Verða hetjur okkar rifnar á hol af refastóði á Melrakkasléttu? Allt saman og meira til á þessum síðum í september!

One thought on “Á eyrinni”

Lokað er á athugasemdir.