Vegbúinn

Ég er farinn þangað sem vindurinn ber mig.

Þú færð aldrei að gleyma þegar ferðu á stjá.
Þú átt hvergi heima nema veginum á.
Með angur í hjarta og dirfskunnar móð
þú ferð þína eigin ótroðnu slóð.

Vegbúi, sestu mér hjá. Segðu mér sögur,
já segðu mér frá. Þú áttir von
nú er vonin, farin á brott flogin í veg.

Eitt er að dreyma og annað að þrá
þú vaknar að morgni veginum á.

Kristján Kristjánsson

3 thoughts on "Vegbúinn"

  1. Auðun skrifar:

    Sæll Arngrímur. Skemmtilegt lag sem KK söng.

  2. Hjördís skrifar:

    Góða ferð! 🙂

  3. Takk! 🙂
    Þvílík ævintýri orðin, og aðeins tvær nætur liðnar! Ferðasagan í heild sinni við heimkomu.

Lokað er á athugasemdir.