Kvöld með hvítvíni og kveðskap í vændum. Njósnavélin með SigurRós glymur í tækinu.
Gærkvöldið var skrýtið /skrítið. Sömuleiðis skrautlegar stemningar sem svífa yfir vötnum hér á Öldugötunni í kvöld, flugeldar springa yfir og kalla á nostalgíu. En hefur eitthvað breyst síðan nokkurn tíma? Nýir tímar, nýjar vonir eða væntingar? Held ekki. Held ég sé ennþá bara barnið sem sleit skónum sínum í Gnoðarvoginum og flutti út í heim.
Áðan tók ég andköf þegar ég heyrði Somewhere Over The Rainbow í flutningi Tori Amos. Ég á ekki til orð. Auk þess er betra að segja bara sem minnst, heldur bjóða hreinlega upp á að heyra það hér.