Drykkurinn

Í nótt var farið á mikið pöbbarölt með Jóni Erni og Emil. Kannski um hálffimmleytið erum við Jón staddir á Ellefunni þegar stúlka vindur sér upp að mér með orðunum: Hey, þú ert skáld! Svo nefndi hún við mig tiltekið ljóð, sagði mér svo að ég væri gott skáld. Það þótti mér mjög vænt um.

En þetta væri ekki í frásögur færandi nema fyrir það að seinna um kvöldið stend ég við barinn og sama stúlka plantar sér við hliðina á mér, við kinkuðum vingjarnlega kolli hvort til annars eins og gengur. Mér til mikillar furðu pantar hún þá tvo drykki. Er þetta nú ekki einum of, hugsaði ég, og var farinn að úthugsa miklar flóttaleiðir ef vera kynni að drykknum fylgdi kaffibolli í heimahúsi.

Nema hvað, svo réttir hún einhverjum allt öðrum náunga glasið, hún var þá bara alls ekki að bjóða mér í glas. Eins gott að ég sagði ekkert. Það hefði verið óendanlega vandræðalegt. Það er nú meira líka hvað maður getur verið vangefinn.

Aldrei skyldi manni heldur vera boðið í glas af kvenmanni. Hins vegar er urmull af skuggalegum krullhærðum skeggjum sem eru til í að standa undir kostnaði af öllum drykkjum sem maður sporðrennir. Og var það svo í gær. Þakka Jóni Erni fyrir fylleríið.

8 thoughts on “Drykkurinn”

  1. fann mig knúna til að tjá aðdáun mína á þessu frábæra ljóði. jón örn er greinilega góður vinur, ég var í sama pakka og hann þetta kvöldið því þessi náungi sem átti drykkinn var vinkona mín, lilja.
    en það var nú gott að þú þurftir ekki að úthugsa miklar flóttaleiðir, vildi ekki koma þér í vanda =)

  2. Hahaha, vá hvað ég er tekinn í gegn hérna! 🙂 Kannski ekki svo mikið að velta upp flóttaleiðum, hér birtist iðulega aðeins bjöguð mynd af sannleikanum.
    En eitt andartak sem ég stóð þarna ætlaði ég ekki að verða eldri. Er jafnan hræddur um að þurfa að standa undir einhverjum duldum væntingum þegar fólk býður mér í glas 😉
    Létt paranoia kannski.

  3. eins gott að þú haldir þig á mottunni! 😉
    þú átt einn væntingalausan drykk inni hjá mér við færi.

  4. fuck –
    þetta var ömurlegt.
    Ég dæli drykki í Arngrím og fékk ekki einu sinni einn koss.
    Herramaður?
    pah!!

  5. Líst vel á það, bara hnippir í mig hvar sem þú verður mín var 🙂
    Þú, Nonni Djamm, ert vanþakklátur. Man ekki betur en ég hafi reynt að kenna þér vals inni á Celtic Cross!

  6. Vó!!! Ég er sko enginn valsari.. (hoh)
    þetta var alltof steikt..
    Mér leið alveg afskaplega kjánalega –
    ég vissi ekki hvernig mér ætti að líða eða hvað ég ætti að gera.

Lokað er á athugasemdir.