Í kvöld var farin söguleg ganga frá Hlemmi niður á Austurvöll. Andinn sem sveif yfir vötnum á fjöldasamkomunni við Austurvöll er það sem koma skal. Baráttan fyrir náttúrunni er langt frá því að vera lokið. Raunar verður henni aldrei lokið. Ekki nema þeir drekki þjóðinni með. Og það segi ég afkomendum mínum stoltur að þarna var ég, að ég barðist ásamt öllu þessu fólki fyrir náttúru Íslands, þá og alla tíð síðar.
Ómar Ragnarsson er þjóðhetja. Framlag hans til náttúruverndar og Draumalandið eftir Andra Snæ Magnason eru einhverjar þær stórbrotnustu gjafir sem þjóðinni hefur hlotnast til lengri tíma. Með framlagi þeirra til affirringar orðræðunnar verður hægt að tryggja að Kárahnjúkavirkjun og afleiðingar hennar verði síðasta hryðjuverk sinnar tegundar sem framið verður í nafni þjóðnýtingar hér á landi.
—
Þegar ég kom heim uppgötvaði ég að maðkur var kominn í mysuna, þannig lagað, í kattamatinn öllu heldur. Þetta er í annað sinn sem það gerist að fluga verpi í kattamatinn með þessum afleiðingum. Taldi það að sjálfsögðu ekki eftir mér að demba öllu klabbinu undir brennheita bunu og drepa þannig öll þessi helvítis skrímsl á einu bretti. En nú spyr ég: Er nokkur leið til að fyrirbyggja þetta? Aldrei kom þetta fyrir á Laugarnesveginum!
Rúv sagði „hátt í 20000 manns“ þarna. Ég fékk nú á tilfinninguna að það væru mun fleiri.
Það var ótrúlega mikið af fólki þarna. Man ekki eftir öðru eins síðan á kvennafrídeginum.
spurning hvort loftraki hafi eitthvað með maðkamálið að segja?
Ef það er loftraki þá er tæpast neitt sem ég get gert.
Einn, tveir og deyja! úr óg(l)eði eftir þessa sögu um kattamatinn.