Koníak út í te …

Nei, ég svívirti ekki Islam (skrifaði óvart Ismal) með því að hella koníaki út í þjóðardrykk Marokkómanna. Ég hins vegar hellti því út í Earl Grey. Algjört dúndur.

Annars hef ég ákveðið mig: Flug með Iceland Express til London 26. desember. Ermarsundslestin þaðan, mér er sagt hún komi við í Belgíu. Þaðan til Parísar hvar ég dvel til 3. eða 4. janúar. Þaðan sama leið til baka, nema með British Airways. Er með agent á mínum snærum sem ætlar að komast að því fyrir mig hvað lestin kostar. Flugið til London ætti þó ekki að kosta mig meira en 10.000 krónur. Flugið til baka kannski um helmingi minna.

4 thoughts on "Koníak út í te …"

 1. Ásgeir H skrifar:

  Þú getur alveg eins brennt peningana og reykt þá og tekið Ermasundslestina, rútan er sirka tífallt ódýrari og þá geturðu chillað á bát líka.

 2. 29.50 GBP. Hljómar ekki neitt brjálæðislega.
  Hvað kostar rútan sirka og hvernig kemur bátur við sögu?

 3. Ásgeir H skrifar:

  Langt síðan ég fór þetta en þá var lestin á sirka 12 þúsund og rútan einn eða tveir þúsundkallar. Gæti verið að þeir hafi borgað göngin niður síðan þá? Rútan þarf náttúrulega að fara um borð í bát til þess að komast yfir Ermasundið, göngin eru bara fyrir lestina …

 4. Nei, þetta er nefnilega eitthvað skrítið. Standard verð hljóðar upp á 149 pund, en jafnframt er boðið upp á þrenns konar farrými í Eurostar-lest. Þar af er 29.50 ódýrasti kosturinn.
  Að minnsta kosti væri ekki óráðlegt að hafa samband og krefjast upplýsinga um hvernig á þessu stendur.

Lokað er á athugasemdir.