Veikur

Ég vaknaði í morgun með einhverja þá hroðalegustu hálsbólgu sem ég hef nokkru sinni fengið. Tók deginum rólega og hringdi mig veikan í vinnuna. Er nefnilega mjög gjarn á að láta svona ekki hafa áhrif á mig og mæta samt til skóla og vinnu. Geri ráð fyrir að það sé þess vegna sem ég verð yfirleitt mjög veikur um októberbil. Svo verð ég jafnan aftur veikur í febrúar/mars.
Hef ég því setið hérna pollrólegur og sötrað marokkóskt myntute (var ráðlagt að blanda smá koníaki út í það, veit nú ekki …) með Requiem hans Mozarts í bakgrunni lágt stillt. Horft út um gluggann, lesið bloggfærslur. Mér finnst ekkert sérlega gaman að hanga svona heima. Langar í gönguna hans Ómars Ragnarssonar frá Hlemmi niður á Austurvöll á eftir. Vona að ég geti klárað hljóðfræðiverkefnið áður en hún byrjar, hef bara til miðnættis til að skila.