Daily Archives: 27. september, 2006

Veikari 0

Eitthvað virðist mér hafa slegið niður í dag. Mætti í skólann í dag og var svo brattur á eftir að ég leit aðeins inn á Uppsali, settist niður með kaffibolla og lagaði sitthvað í handritinu mínu. En nú ligg ég armur og aumur uppi í sófa með tebolla og parasetamól mér við hönd. Nú gildir […]

Innihald fjarlægt 0

Það er ekki á hverjum degi að ég fái ábendingar um innihald þessarar síðu, en þegar svo ber við eru það jafnan sanngjarnar kröfur. Til dæmis þegar ónefndur stjórnmálafræðingur bar af sér rangar sakargiftir á eldri útgáfu Bloggsins um veginn. Vitanlega var það leiðrétt, enda ómaklega að honum vegið og mér lítt til sóma að […]

Bloggað úr Árnagarði 0

Heyrst hefur í útvarpi: „Við fundum okkur stúdíó þar sem margur meistarinn hefur hljóðritað í áranna rás.“ Grunur leikur á að umrætt stúdíó sé stjörnuathugunarloftið í Árnagarði.

Vandamál dagsins 3

Sá mikli áhugi sem ég eitt sinn hafði á hljóðfræði er alveg fokinn út um gluggann. Liggur við að ég öfundi bókmenntafræðinema að fá að rúnka sér yfir bókmenntum daginn inn og daginn út í stað þess að lesa þessa epík: „Greinimörkin sem notuð eru [til að greina á milli samhljóða s.s. [i] og [j], […]