Veikari

Eitthvað virðist mér hafa slegið niður í dag. Mætti í skólann í dag og var svo brattur á eftir að ég leit aðeins inn á Uppsali, settist niður með kaffibolla og lagaði sitthvað í handritinu mínu.

En nú ligg ég armur og aumur uppi í sófa með tebolla og parasetamól mér við hönd. Nú gildir því að taka því rólega ef ég á að geta mætt til vinnu á morgun. Leyfi mér ekki þann lúxus að taka annan frídag í að aumingjast heima.