Undarlegar draumfarir

Ég hrökk upp í morgun af nokkuð sérstökum draumi sem varð þó ekki að martröð fyrr en undir það allra síðasta. Hef hugleitt hann þónokkuð í dag án þess að komast að nokkurri niðurstöðu.

Flest þau sem þekkja mig ættu að vita að ég hef mikla tilhneigingu til að leyfa draumum að hafa áhrif á mig, til lengri eða skemmri tíma. Það hefur enda sýnt sig að oft getur það verið þess vert að rifja þá upp til að setja þá í samhengi við annað sem síðar kom á daginn.

Þar kemur skáldskapurinn inn í. Í tilviki drauma er skáldskapurinn veruleikanum raunverulegri. Þess vegna kann ég að meta drauma, hvort sem þeir eru góðir eða slæmir, og kynstrin öll sem draumar geta af sér.

4 thoughts on “Undarlegar draumfarir”

  1. Vissiru að Arngrimur Vidalin er í rauninni anagram af Arrival in Mud Ring?
    Fannst bara eins og þú ættir að vita það.

  2. Hæ Arngrímur Ég vissi ekki um draumana þína. Hugsa allt um þig vinur minn . Mig lángar að hitta þig. má ég það?

Lokað er á athugasemdir.