Samsærið

Sendur heim úr vinnu klukkan sex vegna veiklulegra (en karlmannlegra) tilburða. Þá hlýtur það að vera slæmt, ég var ekki neitt sérstaklega að barma mér þrátt fyrir hörmulega líðan.

Ég held að ég sé náunginn sem þeir prófa allar nýju pestirnar á, svo það sé alveg öruggt að þær séu ekki of hættulegar áður en þeim er dreift út í andrúmsloftið.

Svo segja menn hryllingssögur af Óla Lokbrá! Þessir náungar eru sko ekki að dreifa neinu glimmeri!