Ljóð á ljóð ofan

Þegar ég mætti í vinnuna áðan beið mín dágóð hrúga af ljóðabókum merktar mér, sendar ofan af Aðalsafni. Ekki amalegt.

Í kvöld hef ég svo verið fenginn til að lesa upp á einhverri lokaðri (að ég held) samkomu sem ég kann engin alminleg skil á. Utan ég veit nokkurn veginn hverjir það eru sem að henni standa og í hvaða tilgangi. Skil raunar ekki alveg menningarhlutann, við verðum nokkrir listamenn af ýmsum toga að flytja okkar stykki, en samkoman er pólitísk og alveg askaplega afmörkuð sem slík. Að ég tel.