Daily Archives: 10. nóvember, 2006

Ó, Ísafold! 1

Fór í klippingu áðan. Austurevrópumaðurinn sem klippti mig alltaf er hættur og farinn austur fyrir tjald (skil hann vel) svo ég fékk þessa líka skemmtilegu stelpu og gleymdi mér í samræðum við hana. Svo mjög að ég sagði henni ekki hvorum megin ég skipti hárinu mínu, og hún klippti mig öfugt. Þetta verður eins og […]

Fyrirlestur 2

Meðan ég man, ef einhver hefur áhuga á að lesa fyrirlesturinn sem ég flutti á morgunverðarfundi Vinnueftirlitsins, þá má nálgast hann hér. Tek að mér að semja og halda fyrirlestra um allt milli himins og jarðar. Leiðbeinandi verð kr. 5000 á blaðsíðu, annars samningsatriði.

Drungi og djöfullegheit 0

Það er eitthvað svo einkennilega drungalegt að horfa á regnið fljóta lárétt eftir glugganum mínum meðan skuggamyndir lauflausra trjáa hver ofan í annarri sveiflast til í taktleysi framan við ljósum logandi glugga húsanna á móti. Eins og það sé ekkert annað til í heiminum, trén verða að táknmynd hins illa í huganum. Myrkrið er þvílíkt […]