Áríðandi tilkynning!

Bókabúðir Pennans Eymundssonar, Máls og menningar, verðlögðu Endurómun upphafsins á kr. 2.990. Rétt verð á bókinni eru kr. 1.990 og hefur það nú verið leiðrétt.

Ennfremur hef ég komið því til leiðar að haft verður samband við þá sem keypt hafa bókina fyrir ofangreindan morðfjár, og munu viðkomandi fá endurgreitt í samræmi við eðlilegt verð.

Bókin er nú fáanleg í verslun Máls og menningar, Laugavegi, og verslunum Pennans Eymundssonar á Austurstræti, í Kringlunni og Smáralind. Bókin er væntanleg í Bóksölu stúdenta og Bókval á Akureyri í vikunni.