Er þetta ekki einhvers konar grín? Varla hefur íþróttaaðstöðu MS hrakað svo mjög síðan ég útskrifaðist að hún teljist nú hættuleg útfrá heilsuverndarsjónarmiði! Aðstaða MS er mjög í samræmi við sambærilegar aðstöður í þeim öðrum skólum sem ég hef numið við, þ.m.t. Laugardalshöll þar sem Laugalækjarskóli hefur sína íþróttaaðstöðu. Og sem fyrrum nemandi MR verð ég að kalla þetta hlálegt, þeim hefur varla dottið í hug að stinga nefi sínu inn um þær dyrnar? Þeir mættu alveg prófa það, tvímælalaust ógeðslegustu sturtuklefar sem um getur. Ef íþróttahús MS er á einhvern hátt óviðunandi hlýtur íþróttahús MR að vera til háborinnar skammar, líkt og mér virðist niðurstaða Umhverfissviðs í fljótu bragði vera.