Exhibisjónismi

Í kvöld sem önnur kvöld hélt ég út í hverfisverslunina, í leit að næringu fyrir hylkið mitt, til mótvægis við þá andlegu sem hugurinn nýtur beint í æð við lestur á námsefni.

Í búðinni var fyrir allskonar fólk, þar á meðal þrjú ungmenni. Voru það stúlka og tveir piltar – annar ógeðfelldari en hinn – og áttu þau í erfiðleikum með að velja sér örbylgjufæði. Fyrir hverja uppástungu annars piltsins bar sá ógeðfelldari hönd á móti af einstakri hraðmælgi, og í sérhvert skipti spurði stúlkan þann fyrri hvað hinn hefði sagt. Enda var ekki nokkur vegur að skilja hann.

Tveimur mínútum síðar hafði sá ófrýnilegri komið hönd sinni fyrir undir þveng stúlkunnar og var í óða önn við að löðrunga hana innanmunns með klofinni tungu, svo hvarvetna glumdu áfergjulegar stunurnar, sem þau veltu öllum hillum um koll af dýrslegri fróun í djöfullegum dansi darraðar.

Aldrei fyrr hefur mennskan verið jafn lágu verði seld, en hver veit, ef til vill var það ást við fyrstu sýn. Guð einn má vita hvernig farið hefðu leikar ef væru kjötborð í verslunum 10-11.

4 thoughts on “Exhibisjónismi”

Lokað er á athugasemdir.