Síðasta reykmettaða ljóðakvöldið

Síðasta reykmettaða ljóðakvöldið verður haldið með gráti og gnístran tanna á Stúdentakjallaranum, fimmtudagskvöldið 31. maí klukkan 21:00. Upplesarar verða Hildur Lilliendahl, Jón Örn Loðmfjörð, Kári Páll Óskarsson, Kristin Svava Tómasdóttir, Steinar Bragi og Urður Snædal. Undirritaður les einnig og kynnir skáldin til leiks.

Hvað gerist í framhaldinu er óljóst. Ef bjórinn heillar nógu mikið hætti ég kannski að reykja. Búsetusviptingar væntanlegar. Meira um það síðar.

2 thoughts on "Síðasta reykmettaða ljóðakvöldið"

  1. baun skrifar:

    ég hlakka til að fara á fyrsta óreykmettaða ljóðakvöldið…

  2. Arngrímur skrifar:

    Svona er þetta misjafnt 🙂

Lokað er á athugasemdir.