Hafnarfjörður

Ég dey. En hérna er ég.
Ég kveð Öldugötuna með þjósti, í tuttugu kílómetra fjarlægð frá næsta (almennilega) öldurhúsi sem ekki er troðfullt af víkingabastörðum, þótt slíkt lið fyrirfinnist líka í Reykjavík.

Ég hef pönkast mjög undan þeirri ráðstöfun að flytja hingað og gert því skóna að í stað Esjunnar fengi ég Keili útum stofugluggann. Raunar er það sama Esjan, Keilir er hinumegin. Annars finnst mér Hafnarfjörður hinn fallegasti bær (svona sá hluti sem ég bý í). Og í raun væri Hafnarfjörður frábær valkostur við Reykjavík ef hann væri ekki alveg ofaní henni. Væri hann, segjum, í Mosfellssveit, eða bara einhversstaðar úti á landi, þá væri Hafnarfjörður raunverulegur kostur. En því miður, þá er Reykvíkingi ekki sæmandi að flytja svo skammt frá heimaslóðum sínum. Allt eða ekkert.

Jamm.

14 thoughts on “Hafnarfjörður”

  1. Hvernig datt þér í hug að flytja á Öldugötuna? Þú hefðir átt að leita ráða hjá mér og ég hefði tafarlaust sannfært þig um að þetta væri óráð.

  2. Búhú. Sem Kópavogsbúi til sautján ára (sem breytist reyndar eftir einn og hálfan mánuð) get ég ekki fundið til með þér varðandi flutninganna. Þarft nú að gera ráð fyrir hærri bensínkostnaði og dýrari leigubílum um helgar.
    Hafðu það samt sem allra best í nýjum heimkynnum, nágranni 🙂

  3. Til hamingju með nýju íbúðina. Já furðulegt að þú skulir búa þarna finnst mér.Hefur þú ekki gott útsýni getur séð yfir fjörðinn. Hvað hetir annas gatan sem þú býrð í ?

  4. Það er víst líka Öldugata hér (eða þar, ég er ekki þar núna) í Hafnarfirði. Ég hinsvegar bý á Suðurgötu, með fallegt útsýni yfir höfnina. Ef þú veist um falleg lítil híbýli til leigu, Þórdís, á hóflegu verði – helst ókeypis að sjálfsögðu – þá endilega láttu mig vita.
    Það ættirðu annars að vita, Emil, að ef ég tímdi ekki leigubílnum meðan ég bjó í Laugarnesinu, þá tek ég enga andskotans leigubíla núna. Það verður semsé viðbúið að ég kaupi mér bíl til að aka í bæinn á og þá sef ég bara úr mér á götum úti. Nú, eða í bílnum.

  5. Æjá, þú gekkst oft heim þegar þú bjóst á Laugarnesinu.
    Ég þekki einmitt einn Hafnfirðing sem krassar einhvers staðar í stað þess að borga leigubíl fyrir 3000 kall. Held að það sé þess virði að missa smá svefn en að borga þessa fúlgu.
    Reyndar er ég ekki svo mikill jaxl. Borga milli 2500 og 2800 krónur eftir góða kvöldstund í miðbænum.

  6. Fáðu þér nokkra göngutúra og skoðaðu eldri hverfin hér í Hafnarfirði og þá sérðu að þetta er með fallegustu bæjum 🙂

  7. Aldrei fór það ekki svo að faðir ljóstraði ekki upp slóðinni á blogg afleggjarans.
    Ég er sammála því að Hafnarfjörður sé hinn fallegasti bær, sér í lagi á íslenskan mælikvarða. Í raun er hann eins og Akureyri syðri. En hér er Reykvíkingum varla stætt að búa, enda er faðir enginn Reykvíkingur, heldur Akureyringur.
    En við sjáum til hvort bærinn höndli svo róttækan drykkjumann sem sjálfan mig.

  8. Þetta þykja mér tíðindi! Ég sá ekkert um þetta í Fjarðarpóstinum.
    Hafðu engar áhyggjur, lagsmaður. Í Hafnarfirði læra menn að hafa það kósí heima, því að engar eru krárnar (þú verður að vera ansi fullur til að þola Fjörukrána). Kannski áttu einhvern tíma leið í Norðurbæinn og guðar þá á gluggann hjá mér, reykir með mér Montecristo og drekkur Laphroaig. Eina sem þarf er að blóta Lúðvík í 3 mínútur áður en gengið er inn.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *