Nú eru aðeins níu ár þartil framsóknarmenn einir fagna hundrað ára afmæli flokks síns, og er ekki seinna vænna að menn fari að huga að útgáfu afmælisrits af því tilefni. Titill slíkra rita er ekki síst mikilvægur þarsem hlutverk hans er að lýsa eðli og afrekum flokksins með fáum orðum en meitluðum, svo ekki fari milli mála hverslags verk er þar á ferðinni. Hundrað ára meinsemd væri til dæmis ágætis titill.
Hnyttið.
Nokkrar tillögur.
Hundrað ár til hvers ?
Hinir óslítandi sauðskinnsskór.
Framsókn .. blindgata í hundrað ár.
Hoho.
Jamm, væri Megas ekki þegar búinn að nota það nafn á hljómplötu sína myndi „Fram og aftur blindgötuna“ eiga ágætlega við.
Sting líka upp á „Álelújá -Draumur í Dós“