Kokteilboðið við enda Sunset Blvd.

Á hverjum degi ek ég Sunset Boulevard Íslands, Reykjavíkurveginn, tvisvar. Það er skárra á morgnana en um eftirmiðdegið, þegar bílalestin getur náð frá Garðabænum uppá Kringlumýrarbraut við brúna. Á brúnni í dag hékk borði sem letrað var á:

Hverra götur?
Okkar götur!

Hvað svo sem það merkir nákvæmlega hlýtur það að vera satt.

Þegar svo bílalestin loks leystist upp á Sunset Boulevard var mig farið að klæja í ódýra DVD-mynd – Þessar 990,- króna útstillingar eru guðsgjöf – svo ég kom við í Firðinum, eina staðnum í Hafnarfirði þar sem mektarmenn og auðnuleysingjar geta komið saman og fagnað gnægtum hins íslenska markaðssamfélags sem jafningjar. Þar varð mér starsýnt inn í Herra Reykjavík á Einar Ágúst með gítar og fólk með freyðivínsglös að gaula „Tell Me Twice“. Eðlilegur dagur í Firðinum býst ég við. Ég gekk þaðan út með ódýrustu jakkaföt sem sögur fara af.

Mér var ekki boðið freyðivín.

4 thoughts on "Kokteilboðið við enda Sunset Blvd."

 1. hildigunnur skrifar:

  okkar hjólreiðamannanna götur (ekki bara bílistanna, sko). Og satt, mjá.

 2. hildigunnur skrifar:

  hrumpf, hvers vegna vísa ég nú í vitlausa síðu mína við síðustu athugasemd?

 3. baun skrifar:

  „hverra götur? okkar götur“
  hver er tilgangurinn með þessari spurningu (og svari) og hver skrifar undir þetta undarlega örsamtal?

 4. Ég veit ekki hverjir stóðu fyrir þessu, það var enginn skrifaður fyrir því.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *