Bókhlöðublogg

Fleygði kettinum ofan af sænginni eldsnemma í morgun til að:

a) Láta taka mig í gíslingu, stokkhólmseinkennið er raunar víðs fjarri.
b) Setjast inn á bókhlöðu með blóðnasir á þriðja degi, vona að bókavörðurinn sjái ekki dýrðina.
c) Hlusta á regnið og muna ekki af hverju ég kom hingað.

Uppfært kl. 11:37
Kaffið á Hlöðunni er gott sé það drukkið úr frauðplastmáli. Það er í sjálfu sér ástæða til að vera hér. Nýir eigendur, betra kaffi er málsháttur dagsins (novus medicinus …).

Lesning dagsins hljóðar svo upp á vænan skammt af algildismálfræði, sér í lagi poverty of stimulus, sem ég mæli með að flestir kynni sér. Stundum virðast þó Michael Crichton og Indiana Jones mætast í málvísindum og geta af sér furðulegar kenningar utan úr innstu myrkviðum suðuramerískra frumskóga eins og lesa má um hér (efnisgreinin um Pirahã). Tuttugu og eins árs gömul kenning sem enn hefur ekki verið sannreynd með fullnægjandi hætti. Það verður því ekki sagt að fólk standi á öndinni í Árnagarði í bið eftir frekari tíðindum.

Ennfremur þykir mér Sapir-Whorf tilgátan áhugaverð að svo miklu leyti sem ég er ósammála henni, þ.e.: „The hypothesis postulates that a particular language’s nature influences the habitual thought of its speakers. Different language patterns yield different patterns of thought.“ Það þarf ansi sannfærandi röksemdafærslu til að ég kaupi þetta.

19 thoughts on “Bókhlöðublogg”

  1. Hmm – skilji ég þetta rétt finnst mér þetta nú hálf sjálfsagt. Auðvitað eru mismunandi gráður – en prófaðu að spyrja íslending sem lært hefur finnsku hvort hann hugsi eins á báðum tungumálunum.
    Var ekki Einar Már Jónsson að halda svipuðu fram í Kiljunni í gær – að umræður þeirra Egils væru eins og þær voru af því þær voru á íslensku, en ekki til dæmis frönsku. Náttúra málsins er önnur. Eða hvað? Ég er ekki menntaður málvísindamaður, en hafi ég skilið þetta rétt, þá finnst mér sönnunarbyrðin liggja hjá þér, en ekki mér.

  2. Auðvitað hugsar Íslendingur sem lært hefur finnsku öðruvísi á finnsku en á íslensku, ef hann hugsar þá yfirleitt á finnsku. Spurningin er þá heldur hvort Finnar hugsi í grundvallaratriðum öðruvísi en Íslendingar vegna tungumálsins eða ekki. Mér finnst það hæpin fullyrðing. Ég hef heldur aldrei heyrt nokkurn halda því fram að tvítyngt fólk hugsi öðruvísi á öðru málinu en hinu.
    Einar Már er vanur því að ræða og hugsa á frönsku, þess vegna vænti ég að hann nái ekki að orða hugsanir sínar eins vel og ef umræðurnar væru á frönsku. Það er eðlilegt vandamál sem við upplifum öll, t.d. þegar við tölum ensku.

  3. Ég kann bara örfáar setningar á spænsku –
    þegar ég reyni að tjá mig á spænsku breytist ég í frummann
    sem talar um flotta rassa og hvað hann vilji mikið þessa og þessa og hvað hann sé fullur
    á íslensku gleymi ég mér í því að finna góð sagnorð og nafnorð og verð mjög settlegur

  4. Ég var þegar búinn að tengja á greinina á Wikipediu. Þar segir meðal annars:

    The opposing idea — that language has absolutely no influence on thought at all — is widely considered to be false (Gumperz: introduction to Gumperz 1996). But the strong version of the Sapir/Whorf hypothesis, that language determines thought, is also thought to be incorrect.

    En það er ekki það sem ég átti við. Ég hafna því ekki að tungumálið hafi áhrif á hugsun, ég hafna því að mismunandi tungumál hafi ólík áhrif á hugsun.

  5. Ég held ég átti mig núna á því sem Eiríkur á við, að það sé merkingarmunur á orðum yfir sama fyrirbæri milli tungumála. Ég held það sé nú almennt viðurkennt, en munurinn er held ég ekki það stórfenglegur.
    Á hinn bóginn, að Ínúítar, sem klassískt Whorfískt dæmi, hugsi öðruvísi en til dæmis Íranir, felst fremur í menningarlegum mun en málfræðilegum.

  6. Ég átti reyndar jafnvel frekar við málfræðilegan mun. Þ.e. að málfræðiatriðin, þ.e.a.s. leiðirnar sem við förum á áfangastað hugsunarinnar (föll, forsetningar, o.s.frv.), hafi áhrif á það hvernig við hugsum. Rétt eins og mikil og lítil stjórn á tungumáli getur haft áhrif á það – ólík tungumál eru kannski jöfn, jafngild, en þau eru langt í frá eins. Þannig er heimspekilega, í grunninn, annað að segja „I am married to X“ en „Ég er kvæntur/giftur X“, þó seinni setningin sé góð nálgun á þeirri fyrri – fyrir svo utan alla þá menningarlegu muni sem liggja í tungumálunum – Einar Ben hafði einfaldlega rangt fyrir sér, það er gríðarmargt sem verður aldrei hægt að segja á íslensku.

  7. Ég get að mestu leyti fallist á þetta, en við erum samt ekki að tala um sama hlutinn svo ég fái séð. Það er munur á þessu sem (raunar mjög útbreiddu) heimspekilegu sjónarhorni og því sem verður sannreynt innan málvísinda, og Sapir-Whorf tilgátan er að öllum líkindum óraunprófanleg.

    [The Whorf-hypothesis] states that language is not simply a way of voicing ideas, but is the very thing which shapes those ideas. One cannot think outside the confines of their language. The result of this process is many different world views by speakers of different languages. (. #)

    Athugaðu að fyrsta fullyrðingin, að tungumálið móti allar hugmyndir sem við tjáum með því, leiðir ekki af seinni fullyrðingunni, að ekki sé hægt að hugsa út fyrir tungumálið. Niðurstaðan er því ranglega fengin.
    Fyrir það fyrsta er umdeilt hvort hugsun sé háð tungumáli. Í öðru lagi er tungumálið aðeins táknmið fyrir veruleikann eins og við skynjum hann. Þannig merkir verknaðurinn ich haue eine pizza an það sama og ég háma í mig pítsu þótt myndmálið sé annað; mismunandi orðun sem felur í sér sama verknað.
    Nema niðurstaðan sé rétt og Þjóðverjar hámi pítsu í sig á annan hátt en Íslendingar og líti almennt öðrum augum á pítsuát. Nú, eða bara á sýklakenningu Pasteurs til að nefna eitthvað. Ef mismunandi tungumál mótuðu hugsanir á svo afgerandi ólíkan hátt væri illa fyrir alþjóðasamfélaginu komið. Hér er líklega greinarmunurinn á því sem við erum að tala um.

    Another criticism of extreme Whorfianism is the concept of translatability – if language affects thought, then presumably some concepts would only be understandable in the language in which they were first ‘thought’. There is evidence that this applies in poetry – Chandler (1995) quotes the poet Pablo Neruda lamenting the fact that when his poems are translated the words do not correspond in terms of ‘vocalization, or in the placement, or the colour, or the weight of words’. However, he does admit that the sense of what he is saying remains the same. For a poet, the meaning is only half the poem. The remaining part is in how the poet sounds to the listener, or looks to the reader. Words are therefore chosen just as much for their shape or the noise they make when uttered as their meaning. What is ‘lost in translation’ here is therefore less of a linguistic debate, and more a musical or artistic one. (#)

  8. jamm. Ég held samt það sé existensíalískur munur á því hvernig við segjum hlutina á ólíkum tungumálum – hin fínni blæbrigði segja oft ansi margt.
    Orðið tvatl á færeysku, er til dæmis ekki það sama og bull eða þvæla, og þaðan af síður það sama og nonsense, strunt, quatsch, humbug eða höpöhöpö. Á þessum orðum er merkingarmunur, rétt eins og tvö samheiti eru ekki sama orðið, þau hafa oft mjög áberandi blæbrigðamun, sem jafnvel getur skipt sköpum.
    Annað dæmi, sem mér finnst viðeigandi, er að á finnsku geta karlmenn bara losað sig við sveindóminn, á meðan hann er alltaf tekinn af konum.
    Hin ótal fínni blæbrigði tungumálanna stjórna því hvernig við hugsum um fyrirbæri á ólíkum tungumálum, hvaða ferla þurfum við að þræða. Ég get kannski ekki sannað það – en það er heldur ekki jafn margt og maður heldur, sem hægt er að sanna.

  9. Á vissu leveli er ég fullkomlega sammála þessu. Mörg orð, hugtök eða lýsingar á verknaði eiga sér enga beina hliðstæðu milli tungumála og bera því með sér merkingarmun á yfirborðinu, og í sumum tilfellum ólíkar hugmyndir um fyrirbærið, eins og þetta skemmtilega dæmi frá Finnlandi sýnir. Á stærri kvarða hafna ég því hins vegar að áhrifin séu afgerandi.

  10. Í sambandi við Pirahã þá er reyndar að komast nýtt líf í þá umræðu eftir langar deilur um gömul gögn því að breskir málfræðingar héldu inn í myrkviði Amazon aftur á þessu ári og söfnuðu nýjum og betri gögnum. Fyrstu niðurstöður byggðar á nýju gögnunum benda til þess að Pirahã gæti einmitt verið gagndæmi gegn því að endurkvæmni sé algild í setningafræði (sem kollvarpar auðvitað heimsmynd allra góðra manna). Þær Eugenie Stapert og Jeanette Sakel Amazonfarar kynntu þessa hluti á LAGB ráðstefnunni sem fulltrúar íslenskuskorar mættu á í sumar. Ég gæti átt einhverjar úthendur af fyrirlestri þeirra ef þú hefur áhuga.

  11. Hér er ágrip þeirra stallna frá LAGB:
    New evidence in the discussion on recursion in Pirahã
    Eugenie Stapert & Jeanette Sakel
    eugenie.stapert@postgrad.manchester.ac.uk, jeanette.sakel@manchester.ac.uk
    University of Manchester
    Pirahã has attracted great attention in recent years for its apparent lack of categories and
    constructions commonly assumed to be universal in the languages of the world (cf. Gordon
    2004; Everett 2005). One of these, the apparent lack of recursion (Everett 2005), has caused
    a fierce debate (cf. Nevins, Pesetsky and Rodrigues 2007 on the lingBuzz website and
    Everett’s reply). The reason for this tension in the discussion is that some linguistic theories
    consider recursion to be the one core property that all human languages have in common and
    that distinguishes humans from other intelligent species (Hauser, Chomsky and Fitch 2002).
    We will address the question of whether Pirahã lacks recursion, using new first-hand
    material on the language. In particular, we will discuss the status of the marker –sai, which is
    at the top of the shortlist of possible markers for recursion. Everett (1986) originally
    analysed –sai as a nominalization marker (1986). Since it frequently occurs in contexts of
    semantic embedding, it has become an ideal candidate in the search for syntactic embedding
    and consequently recursive structures. Relying solely on printed Pirahã data (such as Everett
    1986), Nevins et al. claim that –sai can be analysed as a regular subordination marker, which
    due to its nominal nature could be classified as ‘deranked’ in Koptjevskaja-Tamm’s (1993)
    framework. They furthermore state that “a -sai clause always fulfills the selectional
    requirements of some nearby predicate – just as we expect from a nominalization or
    embedding marker in a normal language. The morpheme appears to have no main-clause
    use.” (Nevins et al. 2007: 17).
    We tested the use of –sai by speakers of Pirahã in experiments, elicitation and
    occurrence in natural texts and will argue that –sai is neither a nominalizer, nor a marker of
    embedding, since its presence is optional, does not fulfill the selectional requirements of a
    nearby predicate and furthermore frequently appears in main clauses. In the following
    examples, -sai appears in the embedded clause (1), the main clause (2), both clauses (3) or
    none at all (4), yet all sentences express the same meaning ‘if it is raining I don’t go (to the
    forest)’:
    (1) Piboi-bai-sai ti kahápi-hiab-agahá.
    rain-INTENS-SAI 1 go-NEG-OBSERV
    (2) Ti kahápi-hiabi-sai piiboibai-koí.
    1 go-NEG-SAI rain-INTENS-EMPH
    (3) Piiboi-bai-sai ti kahápi-hiabi-sai xáagahá.
    rain-INTENS-SAI 1 go-NEG-SAI OBSERV
    (4) Piiboi-bai ti kahápi-hiaba.
    rain-INTENS 1 go-NEG
    We will analyse -sai as a marker which serves to link parts of a discourse. The associated
    syntactic structure is flat and there is no evidence for one part being embedded within the
    other as the recursion hypothesis would require.
    Concluding, we argue that Pirahã is not unusual and that spoken language and child
    language (Tomasello 2001) frequently display very few or no recursive structures. This
    would support the view that recursion might not necessarily be a prerequisite for expressing
    an infinite number of sentences or for the ability to express recursive thought. Hence, the
    claim that recursion at the syntactic level is present in all human languages will have to be
    revisited.

  12. Ég á eftir að lesa þetta, en ég bíð spenntur eftir samhljóðandi niðurstöðu ef slík næst þá nokkurn tíma. Sé þetta í anda: „Breaking news, this just in, recursion is out!“ og bein útsending frá CNN í viðtækjum virðulegrar Árnastofnunar, Jóhannes Gísli með tárin í hvörmunum (ertu að lesa þetta, Jóhannes, þetta er framtíðin!).

Lokað er á athugasemdir.