Hér er stórfurðulegt að vera. Stórfurðulegt. Er á leiðinni á djammið (eða það held ég …) með Riccardo Anselmi. Það eitt og sér er eins furðulegt og það verður. Vegna samgönguörðugleika neyðist ég til að fara fyrr en áætlað var og hanga í Bergamo heilan dag að drekka caffe corretto og þykjast skrifa nýjasta kafla íslenskrar bókmenntasögu á straumlausa fartölvuna.
Myndin er af Piazza Cavalli þar sem ég sit núna á Caffé Ramenzoni og pára þessa þvælu. Veit ekki hvaðan ég fæ internetið, maður virðist aðeins geta stolið því úr heimahúsum hér um slóðir. Auk þess virðist mér ég vera eini gaurinn sem borgar strætófargjaldið. Hostelið er hryllingur (þeir skófla nýjum gaurum inná herbergi til mín daglega), maturinn er ágætur (át hrossakássu í gær) og fólkið fremur jarðbundið. Margt hefur breyst, Riccardo segir mér að KB-heilkennið sé alveg jafn ráðandi hér og á Íslandi. Sést líka á gulslifsuðu smjörkúkunum sem ganga göturnar á daginn. Þeir sjást blessunarlega ekki á næturna, kannski ekki síst þeirra vegna.
Hér talar enginn ensku. Sem er gott. Kannski ég komi ekkert aftur, get tekið lestina til Flórens hvenær sem mér sýnist …
Þú reddar þér á latínunni!
Vah! Denuone latine loquebar? Me ineptum. Interdum modo elabitur.
Æi jú. Komdu aftur.